Begin typing your search above and press return to search. Press Esc to cancel.

Umsóknarblað


INNTÖKUSKILYRDI

Til ad hafa rétt til inngöngu í Textílfélagið skal umsækjandi ad hafa lokið háskólaprófi í myndlist frá viðurkenndum listaháskóla eda aðra sambærilega menntun samkvæmt yfirlýsingu viðkomandi skóla.

Að öðrum kosti þarf umsækjandi að uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum.

  1. Hafa aðra menntun í myndlist (t.d. nám á framhaldsskólastigi, námskeið, einkatíma eda annað) staðfest med yfirlýsingu viðkomandi kennara/ skóla.
  2. Hafa haldið eina eða fleiri einkasýningar í viiðurkenndum sýningarstöðum. Staðfesting fylgi.
  3. Hafa tekið þátt í alþjóðlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum en að ofan greinir. Staðfesting fylgi.
  4. Hafa verid falið af dómnefnd, að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi. Staðfesting fylgi.
  5. Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af vidkomandi safnráði eða matsnefnd. Staðfesting fylgi.
  6. Hafa hlotid opinberan styrk eða starfslaun. Staðfesting fylgi.

Inntaka nýrra félaga í Textílfélagid er háð inntökureglum félagsins.
Sækja skal um skriflega og metur stjórn félagsins umsóknir og svarar eins fljótt og unnt er.

Krækja á umsóknarblað

Lög Textílfélagsins

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á síðu Textílfélagsins eða á netfangið textilfelagið@gmail.com