Textíll: saga og þróun 7., 12. og 14. október

21.500kr.

Textílfélagið kynnir nýtt textílsögunámskeið sem kennt verður af Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur. Á námskeiðinu verður farið yfir þróun textílhandverks og sögu á heimsvísu. Þá verður sjónum beint að íslenskum textíl í gegnum aldirnar, áhrifavöldum og stefnum. Þannig öðlast þátttakandi breiða yfirsýn yfir sögu og þróun textíls og textíltækni.

25 plass laus

Flokkur:

Lýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um:

• Efni og efnisgerð

• Tækni

• Fornleifafræði, mannfræði, félagsfræði og hegðun mannsins

• Textílforvörslu

• Áhrif verslunar og samgangna
og fl.

Kennari á námskeiðinu verður Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Íris er menntuð í textíllist og textílforvörslu. Hún hefur alla tíð starfað við skapandi störf, búningahönnun, sýningagerð, safnastörf og textílhönnun. Í dag starfar Íris við myndlist og sýnir m.a. verk sín í Listasafni Akureyrar og Menningarhúsinu á Dalvík. Hún kennir textílsögu á fysta ári í Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og á námskeiðum EHÍ.

Verð fyrir þriggja daga námskeið er 21.500 kr (19.350 kr fyrir meðlimi Textílfélagsins)
Hámarksfjöldi nemenda er 25. Lágmarksfjöldi er 8.
Kennt verður milli 18:00 og 21:00, fimmtudaginn 7., þriðjudaginn 12. og fimmtudaginn 14.október.
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum (Thorsvegi 1, 112. Reykjavík)
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com eða í síma 7711858

Ef sóttvarnarreglur eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir námskeiðishald mun Textílfélagið finna námskeiðinu nýjan tíma eins fljótt og mögulegt er.
Þátttakendur fá sendan tölvupóst og geta í framhaldinu ákveðið hvort þeir komist á nýjum dagsetningum eða kjósi að fá endurgreitt.