Spjaldvefnaður – 9.október

17.500kr.

Textílfélagið kynnir námskeið í spjaldvefnaði sem kennt verður af Ólöfu Einarsdóttur.

Spjaldvefnaðurinn er vefnaðaraðferð sem tíðkaðist víðsvegar um landið fyrr á öldum. Eins og nafnið gefur til kynna eru spjöld notuð til verksins, ferhyrnd, u.þ.b. 8-10 cm á hvera hlið og eru fjögur göt á hverju spjaldi. Bönd eru ofin með spjaldvefnaði og ákvarðast breidd bandanna af fjölda spjaldanna.

Spjaldvefnaðurinn er ævagamalt handverk sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri sögu – allt að 3000 ára.

11 plass laus

Flokkur:

Lýsing

Á þessu námskeiði verður kynning á spjaldvefnaði og áhöldum. Farið verður í einfalda mynsturgerð og sett upp í vefnað eftir mynstri.

Nauðsynlegt er að þátttakendur komi með belti.
Gott væri að koma með garn, bómullargarn og eða ullargarn (ekki lopa) og spjöld, þeir sem þau eiga.
Trélitir, öryggisnælur, skæri, þvingur og rúðustrikuð blöð eru áhöld sem einnig eru notuð. Allt verður þetta á staðnum en gott ef fólk vill hafa meðferðis sitt eigið.

Kennari verður Ólöf Einarsdóttir. Ólöf lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985. Hún fékk snemma áhuga á spjaldvefnaði og hefur nýtt sér hann í gerð myndverka sinna, auk þess að halda fjölmargar kynningar og námskeið í spjaldvefnaði. Sjá nánar um Ólöfu á heimasíðu hennar www.internet.is/ollaeinars

Verð fyrir námskeiðið er 17.500 kr (15.750 kr fyrir meðlimi Textílfélagsins)
Hámarksfjöldi nemenda er 12. Lágmarksfjöldi er 8.
Kennt verður milli 10:00 og 17:00, laugardaginn 9.október.
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum (Thorsvegi 1, 112. Reykjavík)
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com eða í síma 7711858

Ef sóttvarnarreglur eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir námskeiðishald mun Textílfélagið finna námskeiðinu nýjan tíma eins fljótt og mögulegt er.
Þátttakendur fá sendan tölvupóst og geta í framhaldinu ákveðið hvort þeir komist á nýjum dagsetningum eða kjósi að fá endurgreitt.