Samfélagsmiðlar: Instagram + Facebook 25.september

12.500kr.

Á námskeiðinu verður farið yfir markaðssetningu á samfélagsmiðlum s.s. Facebook og Instagram.

Markmið námskeiðsins er að kynna þá mögleika sem eru í boði á samfélagsmiðlum og að þeir sem námskeiðið sækja nái tökum á þeim tólum og tækjum sem að í boði eru. Námskeiðið verður þannig hagnýtt og einstaklingsmiðað.

8 plass laus

Flokkur:

Lýsing

Helga Björg Kjerúlf útskrifaðist með BA gráðu í arkitektúr árið 2012 frá Listaháskóla Íslands. Frá útskrift hefur hún ýmist starfað við hönnun, listræna stjórnun og við kynningar- og markaðsmál s.s. fyrir neptún magazine, USEE STUDIO, bókaútgáfur og ýmis nýsköpunarverkefni. Þá hefur hún einnig unnið við kennslu og ráðgjöf. Helga starfar í dag sem framkvæmdarstjóri myndlistarhátíðarinnar Sequences og rekur ásamt Elísabet Ölmu Svendsen fyrirtækið Listval. Þá er Helga einnig að ljúka við mastersnám í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og Nýsköpun og vöruþróun við Háskóla Íslands.

Verð fyrir námskeiðið er 12.500 kr (11.250 kr fyrir meðlimi Textílfélagsins)
Hámarksfjöldi nemenda er 12. Lágmarksfjöldi er 8.
Kennt verður milli 10:00 og 14:00, laugardaginn 25.september.
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum (Thorsvegi 1, 112. Reykjavík)
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com eða í síma 7711858

Ef sóttvarnarreglur eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir námskeiðishald mun Textílfélagið finna námskeiðinu nýjan tíma eins fljótt og mögulegt er.
Þátttakendur fá sendan tölvupóst og geta í framhaldinu ákveðið hvort þeir komist á nýjum dagsetningum eða kjósi að fá endurgreitt.