Náttúruleg jólakransagerð – 15.nóvember

13.900kr.

SKU: 8 Category:

Lýsing

Á námskeiðinu verður útbúinn náttúrulegur jólakran.  Þátttakendur munu læra grunntækni í að vefja krans. Undirlögin verða gerð úr greinum og verða formin lifandi hringlag og gerir hver og einn krans út frá sínum sköpunarkrafti. 
 
Notast verður við ýmislegt sígrænt, greinar, plöntur og köngla og eru  þátttakendur hvattir til að taka með sér hluti, efni, garn osfrv og vefja inn í kransinn. 
 
Hægt er að nota kransa á alla mögulega máta á hurð, vegg, borðskreytingu, gólfskreyting, loftskreytingu, möguleikarnir eru óendanlegir eins og hringformið er.
 
Kennari á námskeiðinu verður Petra Stefánsdóttir, garðyrkjufræðingur (LBHÍ) og blómaskreytir (ISBS)

Verð fyrir námskeiðið er 13.900 kr (12.510 kr fyrir meðlimi Textílfélagsins)
Hámarksfjöldi nemenda er 8. Lágmarksfjöldi er 6.
Kennt verður mánudaginn 15.nóvember 19:00-21:00, 
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum (Thorsvegi 1, 112. Reykjavík)
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com eða í síma 7711858

Ef sóttvarnarreglur eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir námskeiðishald mun Textílfélagið finna námskeiðinu nýjan tíma eins fljótt og mögulegt er.
Þátttakendur fá sendan tölvupóst og geta í framhaldinu ákveðið hvort þeir komist á nýjum dagsetningum eða kjósi að fá endurgreitt.