Indigolitun + útsaumur 16.+17.október

39.500kr.

Helgarnámskeið þar sem kenndar verða mismunandi útsaumsaðferðir og indigolitun.

12 plass laus

Flokkur:

Lýsing

Fyrir hádegi læra nemendur að útbúa indigolög og lita bæði garn og efnisbúta. Nemendur prófa sig áfram með sibori tækni og gera tilraunir.

Eftir hádegi verða kenndar útsaumsaðferðir, einföld spor sem nýta má á fjölbreyttan hátt s.s. boro, sashiko og frjálsan útsaum. Unnin verður hugmyndavinna á pappír sem er yfirfærð á efni.
Samnýta má garn og efni frá indigolitunar hluta námskeiðsins.

Kennarar á námskeiðinu verða:

ÞORGERÐUR HLÖÐVERSDÓTTIR textíllistakona og kennari er sérfræðingur í jurtalitun. Hún hefur starfað við kennslu og haldið fjölda námskeiða í jurtalitun og tekið þátt í sýningum á Íslandi og í Kanada. Hægt verður að kaupa bók hennar Foldarskart í ull og fat á Korpúlfsstöðum.

ARNÞRÚÐUR ÖSP KARLSDÓTTIR vinnur textíl og bókverk með fjölbreytt um efnum og aðferðum. Hún hefur starfað við kennslu í textíl og myndlist samhliða listsköpun sinni og tekið þátt í sýningum á Íslandi, Skandinavíu og Bandaríkjunum.

Innifalið á báðum námskeiðum:
Allur efniviður sem nota þarf á námskeiðinu.
Ef nemendur vilja lita prufur af eigin ull er velkomið að gera það.
Kaffi og te á staðnum.

Nemendur þurfa að koma með hlífðarföt (svuntu og hanska) og nesti.

Verð fyrir helgarnámskeið er 39.500 (35.550 kr fyrir meðlimi Textílfélagsins)
Hámarks fjöldi nemenda er 12. Lágmarks fjöldi er 8.
Kennt verður milli 09:00 og 16:00.
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum (Thorsvegi 1, 112. Reykjavík) Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com eða í síma 7711858

Ef sóttvarnarreglur eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir námskeiðishald mun Textílfélagið finna námskeiðinu nýjan tíma eins fljótt og mögulegt er.
Þátttakendur fá sendan tölvupóst og geta í framhaldinu ákveðið hvort þeir komist á nýjum dagsetningum eða kjósi að fá endurgreitt.