Endurheimt og efnisvinnsla 5., 6. + 7. nóvember

34.500kr.

Flokkur:

Lýsing

Á námskeiðinu verður einblínt á endurnýtingu og endurvinnslu á efnum við gerð bútasaumsverka. Í upphafi námskeiðsins verður fyrirlestur þar sem skoðuð verður eðlislæg merking efna þ.e. hvernig þau voru framleidd og hvaða vistfræðilegu áhrif textílgerð hefur á heiminn. Einnig verður fjallað um áhrif mismunandi menningarheima á bútasaumsmunstur og hvernig þau tengjast
sjálfsmynd og landafræði. Þar að auki verður farið yfir hvernig bútasaumsteppi hafa verið notuð til að safna og skrásetja upplýsingar um kynslóðir bútasaumsgerðarfólks.

Á námskeiðinu læra nemendur ýmsar aðferðir við gerð bútasaums: samsetningu forma (ferhyrninga, þríhyrninga, randa, „brjálaðs bútasaums” og „innsæis bútasaums”), ásaum (e.appliqué), að halda saman efnislögum tímabundið á meðan saumað er (e.basting), yfirsaum (e.top-stitch) og frágang á köntum.

Sýnd verða öll skref sem þarf til að gera stórt bútasaumsteppi og verða gerða æfingar á minni skala á námskeiðinu. Nemendur ættu að öðlast næga þekkingu á tækninni til að ljúka við stærra teppi að námskeiði loknu.

Í lok námskeiðs verður sýning og óformleg yfirferð þar sem nemendur skoða og ræða verkin.

Kennari á námskeiðinu verður Christalena Hughmanick. Christalena er textíllistamaður og kennari og hefur verið með einkasýningar í Bandaríkjunum og Evrópu, tekið þátt í fjölda samsýninga og verið með gestavinnustofur víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. 

Kennt verður á ensku. 

Nemendur eru beðnir að koma með efni (helst ekki teygjanleg efni, möskva eða sleip efni), saumavélar og þau áhöld sem þarf til saumavinnu.

Þeir sem ekki hafa aðgang að saumavél geta fengið að láni frá Textílfélaginu. Hafa þarf samband með fyrirvara. 

Verð fyrir námskeiðið er 34.500 kr (31.050 kr fyrir meðlimi Textílfélagsins)
Hámarksfjöldi nemenda er 12. Lágmarksfjöldi er 8.
Kennt verður föstudaginn 5.nóvember 18:00-20:00, laugardaginn 6.nóvember og sunnudaginn 7.nóvember milli 10:00 og 16:00.
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum (Thorsvegi 1, 112. Reykjavík)
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com eða í síma 7711858

Ef sóttvarnarreglur eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir námskeiðishald mun Textílfélagið finna námskeiðinu nýjan tíma eins fljótt og mögulegt er.
Þátttakendur fá sendan tölvupóst og geta í framhaldinu ákveðið hvort þeir komist á nýjum dagsetningum eða kjósi að fá endurgreitt.