“Ljós”

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna, ´LJÓS´ hjá Fríðu skartgripahönnuði, Strandgötu 43, Hafnarfirði,laugardaginn 27 nóv kl 14. Verkin eru unnin úr þæfðri ull, silki, hör og fiskroði.Þetta eru ljós sem unnin eru með kuðungaformið í huga. Ljósin geta  verið hangandi, á borði eða á vegg. Nánar »

Elizabeth Johnston – hjaltneskt prjón – MASTERCLASS námskeið

Elizabeth Johnston verður með erindi um Hjaltlenska prjónahefð þann 21.nóvember n.k. á Textílverkstæðinu Korpu, Korpúlfsstöðum. Í fyrirlestrinum ætlar Elizabeth að fara í gegnum Hjaltneska prjónasögu og munum við fylgja prjónlesinu frá elstu fundum til dagsins í dag. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en Hildur Hákonardóttir veflistakona mun vera fyrirlesara innan handar með þýðingu og útskýringar.… Nánar »

Félagsfundur Textílfélagsins 2010

Félagsfundur verður haldinn á Textílverkstæðinu Korpu þriðjudaginn 9.nóv. kl. 20.00. Á dagskrá verður umræða og kynning um fyrirhugaða textílsýningu á Akureyri 2011, Hönnunarmars 2011 og myndasýning Hrafnhildar Sigurðardóttur og Ásdísar Birgisdóttir frá nýlegri heimsókn á textílsvæðið í nágrenni Borås og Gautaborgar. Kaffiveitingar og önnur mál. Hér er að finna tengil á Rydboholms þrykkverksmiðjuna í nágrenni Borås. Pdf: Snabbguide -Information… Nánar »

Prjón frá Hjaltlandseyjum fyrirlestur og workshop

Textílverkstæðið Korpa sunnudaginn 21.nóvember og mánudaginn 22.nóvember. Fyrirlestur 21.nóv. kl. 20.oo: Shetland Knitwear – History and Tradition Hjaltland á sér langa textílsögu. Við fylgjum sögu prjónless frá elstu fundum, gegnum munstrin; gegnum prjónuð brúksföt og gegnum verslunarvöruna þangað til versksmiðjuspunnið og litað band tók yfir. Verð 1.000- kr. Skráning og nánari upplýsingar hér. Námskeið 22.nóv. kl.17.3o-22.oo:     Knitting… Nánar »

KorpArt

Verið velkomin á opnar stofur listamanna á Korpúlfsstöðum laugardaginn 6.nóv. frá kl. 13 -17. Félagskonur eru hvattar til að nýta sér þann mikla fjölda gesta sem heimsækir Korpúlfsstaði fyrsta laugardag í mánuði með því að hafa sýningu og/eða sölu á verkum sínum á Textílverkstæðinu Korpu þennan dag. Minnum á að fyrstu helgina í desember er… Nánar »